Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, hefur boðað starfsmenn Ríkisútvarpsins á fund klukkan 13 í dag. Þar mun hann kynna endurskoðaða rekstraráætlun RÚV og aðgerðir henni tengdar. Búist er við að tilkynnt verði um uppsagnir einhverra tuga starfsmanna.