Farþegum á milli Íslands og Færeyja hefur fjölgað mikið í september og október. Flugfélag Íslands segir, að í september hafi fjölgunin numið 27% miðað við sama tímabil í fyrra og í október fjölgaði flugfarþegum um 91%. Einnig stefni í mikla fjölgun í nóvember.
Flug milli Færeyja og Íslands er samstarfsverkefni Flugfélags Íslands og færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og er flogið er alla föstudaga og mánudaga á 90 sæta þotu á vegum færeyska félagsins.
Farþegar í september sl. voru 216 en voru 170 í sama mánuði á síðasta ári. Þá voru farþegarnir 190 í október nú en 99 í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands var 44% söluaukning í október í fríhafnarverslun félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Í nóvember var aukningin 97%.
Félagið segir að Færeyingum, sem fari í verslunar- og skemmtiferður til Íslands, hafi fjölgað mikið. Einnig sé aukning meðal íslenskra hópa á leiðinni til Færeyja. Hafi starfsfólk Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli fundið fyrir mikilli aukningu á endurgreiðslu virðisaukaskatts, vegna kaupa á vörum á Íslandi.