Fundaferð um Evrópumál

Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þar sem ákveðið var að …
Frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þar sem ákveðið var að stofna Evrópunefnd. mbl.is/Kristinn

Evr­ópu­nefnd Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur ákveðið að hefja fund­ar­her­ferð þann 12. des­em­ber n.k. um allt land þar sem ræða á alla val­kosti og kynna kosti, galla og álita­mál í hverj­um mála­flokki gagn­vart hugs­an­legr­ar aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Á næst­unni verður opnuð sér­stök vefsíða á veg­um nefnd­ar­inn­ar þar sem al­menn­ing­ur get­ur nálg­ast upp­lýs­ing­ar um fram­gang og þróun verk­efn­is­ins. Þar verður jafn­framt hægt að taka þátt í sam­ræðum um verk­efnið og senda inn at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar.
 
Miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins ákvað þann 14. nóv­em­ber að skipa sér­staka nefnd um Evr­ópu­mál. Kristján Þ. Júlí­us­son formaður nefnd­ar­inn­ar og Árni Sig­fús­son, vara­formaður, hafa ásamt Andra Ótt­ars­syni fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins unnið að mót­un verklags fyr­ir vinn­una framund­an.
 
Nefnd­inni er ætlað að skoða stöðu Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, ríkj­um Evr­ópu og val­kost­um Íslands í alþjóðasam­starf­inu og skila grein­ar­gerð til lands­fund­ar. Í sam­ræmi við til­lög­ur miðstjórn­ar verður unnið með eft­ir­far­andi mála­flokka: a) Nátt­úru­auðlind­ir Íslands og yf­ir­ráð yfir þeim, b) Hags­muni at­vinnu­veg­anna, c) Stjórn­skip­un­ar­mál, yfirþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar og áhrif Íslands, d) Ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál, e) Pen­inga­mála­stjórn og framtíðar­gjald­miðill, f) Vinnu­markaðs- og byggðamál, g) Lýðræði og jafn­rétti.

Nú er unnið að því að skipa verk­stjórn­end­ur í hverj­um mála­flokki, en í fram­haldi af því er þeim ætlað að leita til breiðs hóps sér­fræðinga um álits­gjöf.
 
Nú­ver­andi for­menn mál­efna­nefnda Sjálf­stæðis­flokks­ins verða tengiliðir við mál­efna­nefnd­ir sín­ar gagn­vart fram­an­greindri vinnu en jafn­framt er gert ráð fyr­ir að mála­efna­nefnd­irn­ar taki til sér­stakr­ar skoðunar áhrif inn­göngu í Evr­ópu­sam­bands­ins á sinn mála­flokk.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert