Gagnrýni of harkaleg segir Geir

00:00
00:00

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, tel­ur að gagn­rýni á gjald­eyr­is­lög­in, sem samþykkt voru í nótt, sé of harka­leg. Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, hef­ur sagt að lög­in munu stórskaða ís­lenskt viðskipta­líf , fyr­ir­tæk­in fari jafn­vel í aukn­um mæli að skipta við er­lenda milliliði og geyma fé er­lend­is vegna lag­anna og þannig vinni þau í raun gegn mark­miðum sín­um.

Geir sagði eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un að þessi hætta væri fyr­ir hendi  ef lög­in væru hugsuð til fram­búðar. Þau ættu hins­veg­ar  aðeins að koma í veg fyr­ir fjár­magsn­flótta til skamms tíma og yrðu jafn­vel end­ur­skoðuð í mars.  Fyr­ir­tæk­in verði að átta sig á því að þetta sé gert til að sporna gegn kollsteypu geng­is­ins og það sé í þeirra þágu. Hann geti ekki ímyndað sér að þau fari vilj­andi að grafa und­an því mark­miði.

Heimdall­ur, fé­lag ungra sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, krafðist þess í gær að stjórn Seðlabanka Íslands og yf­ir­stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins segði af sér taf­ar­laust og axlaði þannig þá ábyrgð sem þeim ber. Þá vildi fé­lagið sjá breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni. Geir H. Haar­de sagði að eins og sak­ir standa væri ekki unnið að nein­um breyt­ing­um á stjórn Seðlabank­ans. Hann væri ósam­mála álykt­un Heimdall­ar og hann vísaði á bug því sem sagt væri um rík­is­stjórn­ina. Það væri hins­veg­ar mál­frelsi í Sjálf­stæðis­flokkn­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert