Grunnskólanemar unnu björgunarafrek

Íþróttahúsið á Álftanesi varð fyrir töluverðum skemmdum á þriðjudag þegar vatn lak á parketið í húsinu. Verið var að vatnsprófa þakið á nýrri sundlaug sem verið er að byggja við íþróttahúsið með fyrrgreindum afleiðingum. Fram kemur á vefnum karfan.is að grunnskólanemendur eigi stóran þátt í því að bjarga gólfinu frá skemmdum.

„Ef gólfið sleppur nánast óskemmt er það nemendum 10. bekkjar í skólanum að þakka en þau voru í leikfimi þegar atvikið átti sér stað. Þetta voru um 40 krakkar sem þarna unnu björgunarafrek vopnuð fimleikadýnum og öllum þeim áhöldum sem fundust í húsinu og tókst þeim að ausa miklu vatni frá gólfinu. Ef þetta sleppur þá er það þessum krökkum nánast að öllu leiti að þakka,“ er haft eftir Stefáni Arinbjarnarson, íþrótta- og tómstundafulltrúi á Álftanesi, í samtali við karfan.is.

Sjá einnig á vef Sveitafélagsins Álftaness.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert