Lækka laun ráðamanna?

Geir H. Haarde, forsætisráðherra vill að Kjararáð lækki launin.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra vill að Kjararáð lækki launin. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjararáð fundar í hádeginu í dag. Í kjölfarið er að vænta svara við því hvort að ráðið sættist á tillögu Geirs H. Haarde forsætisráðherra um að laun þeirra sem undir Kjararáð heyra verði lækkuð um 5-15%.

Samkvæmt beiðni forsætisráðherra ætti lækkunin að gilda út næsta ár og vera í hlutfalli við laun. Áhöld hafa hins vegar þótt uppi um það hvort heimilt sé að lækka laun forseta Íslands, en hann er launahæstur þeirra sem heyra undir ráðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert