Ljósin tendruð á jólatré Húsvíkinga

Jólatréð stendur að venju sunnan við Samkomuhúsið.
Jólatréð stendur að venju sunnan við Samkomuhúsið. mynd/Hafþór Hreiðarsson

Húsvíkingar létu norðanátt með ofankomu ekki hindra sig í að tendra ljósin á jólatré sínu nú undir kvöld. Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, sá um þann gjörning og fékk stuðning frá yngri kynslóðinni við að telja niður.
 
Annars var dagskráin með nokkru hefðbundnu sniði. Poppkór úr Borgarhólsskóla söng jólalög undir stjórn Lisu McMaster, áðurnefndur Bergur Elías Ágústsson, flutti ávarp og séra Sighvatur Karlsson flutti hugvekju.
 
Að sjálfssögðu komu jólasveinar á staðinn með óvæntan glaðning handa börnunum auk þess sem þeir sungu jólalög og dönsuðu í kringum jólatréð með bæjarbúum.
 
Jólasveinarnir ferðuðust með slökkviliðsbíl ofan úr fjöllunum en foreldrar þeirra, þau Grýla og Leppalúði, komu hlaupandi til byggða litlu seinna til að taka þátt í athöfninni.

Börnin fengu glaðning frá frá jólasveinunum.
Börnin fengu glaðning frá frá jólasveinunum. mynd/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert