Ljósin tendruð á jólatré Húsvíkinga

Jólatréð stendur að venju sunnan við Samkomuhúsið.
Jólatréð stendur að venju sunnan við Samkomuhúsið. mynd/Hafþór Hreiðarsson

Hús­vík­ing­ar létu norðanátt með ofan­komu ekki hindra sig í að tendra ljós­in á jóla­tré sínu nú und­ir kvöld. Berg­ur Elías Ágústs­son, sveit­ar­stjóri Norðurþings, sá um þann gjörn­ing og fékk stuðning frá yngri kyn­slóðinni við að telja niður.
 
Ann­ars var dag­skrá­in með nokkru hefðbundnu sniði. Poppkór úr Borg­ar­hóls­skóla söng jóla­lög und­ir stjórn Lisu McMa­ster, áður­nefnd­ur Berg­ur Elías Ágústs­son, flutti ávarp og séra Sig­hvat­ur Karls­son flutti hug­vekju.
 
Að sjálfs­sögðu komu jóla­svein­ar á staðinn með óvænt­an glaðning handa börn­un­um auk þess sem þeir sungu jóla­lög og dönsuðu í kring­um jóla­tréð með bæj­ar­bú­um.
 
Jóla­svein­arn­ir ferðuðust með slökkviliðsbíl ofan úr fjöll­un­um en for­eldr­ar þeirra, þau Grýla og Leppalúði, komu hlaup­andi til byggða litlu seinna til að taka þátt í at­höfn­inni.

Börnin fengu glaðning frá frá jólasveinunum.
Börn­in fengu glaðning frá frá jóla­svein­un­um. mynd/​Hafþór Hreiðars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert