Lög um gjaldeyrismál samþykkt

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Ómar Óskarsson

Ný lög er varða gjald­eyr­is­mál voru samþykkt á Alþingi laust fyr­ir klukk­an fimm í nótt og öðlast þau þegar gildi. Viðskiptaráðherra mælti fyr­ir lög­un­um á Alþingi í gær­kvöldi en sam­kvæmt lög­un­um er Seðlabank­an­um gert kleift með tíma­bundn­um tak­mörk­un­um á gjald­eyrisviðskipti, í tvö ár eða til 30. nóv­em­ber árið 2010, að hindra fjár­magns­flótta úr landi.

Fram kem­ur í áliti meiri­hluta viðskipta­nefnd­ar þings­ins, að frum­varp­inu væri ætlað að leiða í lög þær höml­ur á gjald­eyrisviðskipt­um sem leiði af sam­eig­in­legri áætl­un rík­is­stjórn­ar, Seðlabanka og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um efna­hags­mál.

Í frum­varp­inu fel­ist, að gjald­eyr­is­höft­um, öðrum en þeim er tengj­ast viðskipt­um með vöru og þjón­ustu, verði viðhaldið með þeim hætti sem kem­ur fram í frum­varp­inu. Frum­varpið sé því mik­il­væg­ur liður í heild­aráætl­un til að koma auknu jafn­vægi á ís­lenskt hag­kerfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert