Mótmæla fyrirhugaðri lokun harðlega

Rauði punkturinn sýnir hvar á að loka.
Rauði punkturinn sýnir hvar á að loka.

Stjórn Íbúa­sam­taka Bú­staðahverf­is mót­mæl­ir harðlega fyr­ir­hugaðri lok­un
vinstru beygju af Bú­staðavegi inn á Reykja­nes­braut. Fram kem­ur í álykt­un frá stjórn­inni að lok­un­in muni óhjá­kvæmi­lega stór­auka um­ferð um Rétt­ar­holts­veg, sem nú þegar sé allt of þung og hröð.

Stjórn­in seg­ist treysta því að Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur leiðrétti þau mis­tök borg­ar­ráðs að samþykkja lok­un­ina.
 
„Stjórn Íbúa­sam­taka Bú­staðahverf­is bend­ir borg­ar­full­trú­um á að Rétt­ar­holts­veg­ur klíf­ur skóla­hverfi og yfir göt­una þurfa hundruð barna að ganga á degi hverj­um. Mik­il mildi er að ekki hafi orðið stór­slys á gang­andi veg­far­end­um á Rétt­ar­holts­vegi og bráð nauðsyn að bæta þar  um­ferðarör­yggi og draga veru­lega úr um­ferð um göt­una frá því sem nú er.

Fyr­ir­huguð lok­un mun enn auka á óá­sætt­an­lega hættu hundruða barna og ung­linga sem þurfa að ganga yfir Rétt­ar­holts­veg á leið í og úr skóla. Samþykkt borg­ar­ráðs um að heim­ila lok­un kem­ur íbú­um Bú­staðahverf­is í opna skjöldu þar sem borg­ar­stjóri hafði síðastliðið vor heitið íbú­um hverf­is­ins að hug­mynd­ir um lok­un vinstri beygju af Bú­staðavegi inn á Reykja­nes­braut hefðu verið slegn­ar af,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert