Óskuðu þess að hætta hjá bankanum

hag / Haraldur Guðjónsson

For­svars­menn pen­inga­markaðssjóða Lands­bank­ans, Stefán H. Stef­áns­son og Sig­urður Ó. Há­kon­ar­son, óskuðu báðir eft­ir því í gær að láta af störf­um. Þetta seg­ir Atli Atla­son, fram­kvæmda­stjóri starfs­manna­sviðs Nýja Lands­bank­ans.   Þeim hafi ekki verið sagt upp störf­um og þeir vilji frið um svið bank­ans.

„Bank­inn hef­ur fall­ist á beiðni þeirra að láta af störf­um. Þeir eru ennþá starf­andi og láta af störf­um á næstu dög­um. Þeir munu ganga frá sín­um mál­um og koma verk­efn­um yfir á aðra. Til­gang­ur þeirra með þessu er að  friður og sátt ná­ist um eign­a­stýr­inga­svið bank­ans.“

Stefán H. Stef­áns­son var fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­inga­sviðs. Sig­urður Ó. Há­kon­ar­son var fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­fé­lags verðbréfa- og fjár­fest­inga­sjóða Lands­bank­ans, Landsvaka. Landsvaki hélt utan um pen­inga­markaðssjóði bank­ans.

Sjóðirn­ir fóru illa út úr hruni bank­anna. Eig­end­ur inn­lendu bréf­anna misstu þriðjung af sparnaði sín­um.

Atli seg­ir ekki búið að ganga frá því hverj­ir taki við störf­um þeirra. „Við féll­umst á upp­sagn­irn­ar en höf­um ekki haft tíma til að huga að því hverj­ir taka við.“

Atli seg­ir ekki aðra starfs­menn ekki hafa tekið sömu ákvörðun á sömu for­send­um og þeir Sig­urður og Stefán.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert