Ritstjórinn keypti Viðskiptablaðið

Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur keypt rekstur Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta og netmiðlanna vb.is og skip.is. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.

Ekki kemur fram hverjir aðrir standa að kaupunum en vb.is segir að fljótlega verði skýrt frá hverjir hinir nýju eigendur eru.

Á Eyjunni segir að meðal þeirra sé auðmaðurinn Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis. Þá segir að Haraldur Johannessen verði áfram ritstjóri en auk hans verði sjö starfsmenn á ritstjórn.

Viðskiptablaðinu var á dögunum breytt á ný í vikurit og hyggst Haraldur Johannessen halda áfram útgáfu Viðskiptablaðsins einu sinni í viku, auk þess að halda úti vefnum, vb.is.

Fiskifréttir, sem er sérblað um sjávarútveg, verður áfram sjálfstætt fylgirit með Viðskiptablaðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka