Ritstjórinn keypti Viðskiptablaðið

Har­ald­ur Johann­essen, rit­stjóri Viðskipta­blaðsins, fer fyr­ir hópi fjár­festa sem hef­ur keypt rekst­ur Viðskipta­blaðsins, Fiskifrétta og net­miðlanna vb.is og skip.is. Frá þessu er greint á vef Viðskipta­blaðsins.

Ekki kem­ur fram hverj­ir aðrir standa að kaup­un­um en vb.is seg­ir að fljót­lega verði skýrt frá hverj­ir hinir nýju eig­end­ur eru.

Á Eyj­unni seg­ir að meðal þeirra sé auðmaður­inn Ró­bert Wessman, fyrr­ver­andi for­stjóri Acta­vis. Þá seg­ir að Har­ald­ur Johann­essen verði áfram rit­stjóri en auk hans verði sjö starfs­menn á rit­stjórn.

Viðskipta­blaðinu var á dög­un­um breytt á ný í viku­rit og hyggst Har­ald­ur Johann­essen halda áfram út­gáfu Viðskipta­blaðsins einu sinni í viku, auk þess að halda úti vefn­um, vb.is.

Fiskifrétt­ir, sem er sér­blað um sjáv­ar­út­veg, verður áfram sjálf­stætt fylgi­rit með Viðskipta­blaðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka