RUV af auglýsingamarkaði

00:00
00:00

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mennta­málaráðherra kynnti í rík­is­stjórn í morg­un nýtt frum­varp um Rík­is­út­varpið sem ger­ir ráð fyr­ir því að það hverfi að hluta til af aug­lýs­inga­markaði. Málið hef­ur ekki kynnt þing­flokk­un­um en von­ast er til að þingið geti tekið það til meðferðar í næstu viku.

Starf­semi Rík­is­út­varps­ins verður skor­in niður um fimmtán pró­sent og voru áformin kynnt í dag. Sá niður­skurður teng­ist þó ekki efni frum­varps­ins. Ráðherr­ann vildi ekki segja til um hversu langt yrði gengið með frum­varp­inu en sagði að þess yrði gætt að Rík­is­út­varpið gæti eft­ir sem áður sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu.

Frum­varpið er ár­ang­ur af starfi starfs­hóps ráðherra um fjöl­miðla sem sett­ur var lagg­irn­ar vegna ástands­ins á fjöl­miðlamarkaði. Starfs­hóp­ur­inn hef­ur þó ekki lokið störf­um því eft­ir er að skila til­lög­um um einka­reknu fjöl­miðlana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert