Segir lögin fagnaðarefni

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur.
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. mbl.is/Ásdís

Lilja Móses­dótt­ir, hag­fræðing­ur við Há­skóla Íslands, seg­ir nýtt frum­varp viðskiptaráðherra um breyt­ing­ar á lög­um um gjald­eyr­is­mál vera fagnaðarefni í sjálfu sér.  „Reynd­ar ætl­ar ráðherra að hafa höft, sem er af hag­fræðing­um ekki tal­in jafn­góð leið eins og skatt­lagn­ing fjár­magnsút­streym­is, því það býður upp á ákveðna spill­ingu þar sem taka þarf ákvörðun um hvaða fjár­magns­færsl­ur á að leyfa og hvað ekki,“ seg­ir Lilja.

Lilja bend­ir á að krón­an hafi nú þegar fallið meira en hún féll í Asíu­lönd­un­um þegar bankakreppa gekk þar yfir. „Þar féll hún um 40-50%, en ís­lenska krón­an hef­ur það sem af er ári þegar fallið um 60%. Þannig að við erum nú þegar kom­in með krón­una neðar en þessi lönd fóru með sína gjald­miðla og samt var talað um að gjald­miðill þess­ara landa hafi fallið of mikið og leitt til of mik­illa gjaldþrota,“ seg­ir Lilja.

Spurð hversu há skatt­lagn­ing­in hefði þurft að vera hefði skatt­lagn­ing­ar­leiðin verið far­in seg­ir Lilja ljóst að hún hefði þurft að vera allt að 60% til að byrja með en síðan getað lækkað niður í 20% þegar frá liði. 

„Ástæða þessa er að það hér í hag­kerf­inu eru enn um 800 millj­arðar af krónu­bréf­um sem vilja leita út. Bæði er­lend­ir og inn­lend­ir fjár­fest­ar sem eiga hér pen­ing og vilja fara út úr þessu hag­kerfi eru til­bún­ir til þess að tapa tölu­vert af sín­um pen­ing bara til þess að kom­ast út vegna þess að þeir sjá fram á mik­inn efna­hags­sam­drátt hérna og mjög litla mögu­leika á að fá eitt­hvað út úr þess­um pen­ing­um hér á landi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert