Uppsagnir hjá Val

Merki Knattspyrnufélagsins Vals.
Merki Knattspyrnufélagsins Vals.

Öllum fa­stráðnum starfs­mönn­um sem starfa fyr­ir Knatt­spyrnu­fé­lagið Val - á skrif­stofu og í hús­vörslu - hef­ur verið sagt upp, eða níu manns. Að sögn Stef­áns Karls­son­ar, fjár­mála- og markaðsstjóra fé­lag­ins, er stefnt að því að enduráða hluta starfs­mann­anna í næstu viku.

Stefán seg­ir að þetta sé hluti af al­mennu aðhaldi í því ár­ferði sem nú ríki í efna­hags­mál­um. Hann bend­ir á að einnig hafi verið gripið til ráðstaf­ana hjá af­reks­flokk­um fé­lags­ins. Þar hafi fólk tekið á sig launa­skerðingu auk þess sem út­runn­ir samn­ing­ar við er­lenda knatt­spyrnu­menn hafi ekki verið end­ur­nýjaðir.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir verða end­ur­ráðnir seg­ir Stefán í sam­tali við mbl.is. Upp­sagn­irn­ar taka gildi um mánaðar­mót­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert