Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar

Höfuðstöðvar fjárfestingarfélagsins Giftar.
Höfuðstöðvar fjárfestingarfélagsins Giftar. mbl.is/Árni Sæberg.

Vopna­fjarðar­hrepp­ur krefst þess að for­svars­menn Sam­vinnu­trygg­inga GT/​Gift­ar upp­lýsi hvernig höndlað hef­ur verið með eign­ar­hluti sveit­ar­fé­lags­ins og annarra í fé­lag­inu og sam­kvæmt hvaða heim­ild­um/​umboði það var gert.

Gift virðist vera á leið í þrot og eiga Vopn­f­irðing­ar allt að 120 millj­ón­um króna þar inni og Djúpa­vogs­hrepp­ur á milli 60 og 80 millj­ón­ir króna. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Aust­ur­glugg­inn.

Þar seg­ir að í álykt­un Vopna­fjarðar­hrepps frá því í gær komi jafn­framt fram að óskað verði eft­ir því við lög­fræðideild Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga að hún sjái til þess að fram fari op­in­ber rann­sókn á því mis­ferli, sem virðist hafa átt sér stað, þegar al­manna­fé sem hér um ræðir var notað til glæfra­legra fjár­fest­inga án sam­ráðs við eig­end­ur fjár­ins. Þetta var samþykkt sam­hljóða á fundi hrepps­nefnd­ar Vopna­fjarðar­hrepps gær.

Gift var stofnað utan um skuld­bind­ing­ar eign­ar­halds­fé­lags Sam­vinnu­trygg­inga á sum­ar­mánuðum í fyrra. Eigið fé var þá um 30 millj­arðar. Ákveðið var að slíta eign­ar­halds­fé­lag­inu og dreifa eign­ar­hald­inu til þeirra sem áttu eign­ar­rétt­indi í Gift, það er fyrr­ver­andi trygg­ing­ar­taka Sam­vinnu­trygg­inga á ár­un­um 1987 og 1988.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert