350 manns í hópuppsögnum

Nýbyggingar í Úlfarársdal
Nýbyggingar í Úlfarársdal mbl.is/

Alls hefur Vinnumálastofnun fengið í nóvember tilkynningar frá innan við tíu fyrirtækjum um hópuppsagnir. Taka þær til 300 til 350 starfsmanna. Eru þetta mun færri uppsagnir en í síðustu mánuðum þegar tilkynnt hefur verið um uppsagnir þúsunda.

Meðal þeirra fyrirtækja sem sögðu upp starfsfólki í mánuðinum voru Húsasmiðjan sem sagði upp um 100 starfsmönnum og Eimskip liðlega 72 starfsmönnum.

Í gær sagði fyrirtækið HRV Engineering upp nítján starfsmönnum sem flestir störfuðu við hönnun og verkefna- og byggingastjórnun við álver Norðuráls í Helguvík. Gripið var til aðgerðanna vegna biðstöðu sem nú ríkir um byggingu álversins.

Vinnumálastofnun birtir samantekt um hópuppsagnir í byrjun næstu viku. Gissur Pétursson forstjóri segir að auk þeirra uppsagna sem tilkynntar hafi verið séu fyrirtæki að hagræða og segja upp fólki í smærri stíl. Þá séu fyrirtæki að lækka laun starfsfólks, segja upp starfi að hluta og grípa til annarra aðgerða. Þá vekur hann athygli á því að uppsagnir síðustu mánuði séu nú að taka gildi, jafnóðum og uppsagnarfrestur rennur út. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert