Geir: Allt opið í gjaldeyrismálum

Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi.
Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra Íslands, seg­ir í viðtali við Reu­ters frétta­stof­una, að það sé óráðið hvort Íslend­ing­ar hafi áfram sinn eig­in gjald­miðil til lengri tíma litið eða hvort þeir tengi gjal­miðil sinn annað hvort við evr­una eða Banda­ríkja­doll­ar. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Javno. 

Haft er eft­ir Geir að efna­hagsþregn­ing­arn­ar á Íslandi að und­an­förnu hafi und­ir­strikað þau vanda­mál sem því fylgi að halda úti sjálf­stæðum gjald­miðli í litlu, opnu hag­kerfi. 

„Fólk er að skoða mögu­leik­an­an á teng­ingu við doll­ara eða ein­hliða upp­töku­evru sem myndi senni­lega fá ýmsa inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins til að lyfta brún­um. Þriðji mögu­leik­inn gæti verið gjald­eyr­is­sam­vinna. Þetta eru allt spurn­ing­ar sem eft­ir á að svara.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert