Geir: Allt opið í gjaldeyrismálum

Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi.
Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, segir í viðtali við Reuters fréttastofuna, að það sé óráðið hvort Íslendingar hafi áfram sinn eigin gjaldmiðil til lengri tíma litið eða hvort þeir tengi gjalmiðil sinn annað hvort við evruna eða Bandaríkjadollar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Javno. 

Haft er eftir Geir að efnahagsþregningarnar á Íslandi að undanförnu hafi undirstrikað þau vandamál sem því fylgi að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli í litlu, opnu hagkerfi. 

„Fólk er að skoða möguleikanan á tengingu við dollara eða einhliða upptökuevru sem myndi sennilega fá ýmsa innan Evrópusambandsins til að lyfta brúnum. Þriðji möguleikinn gæti verið gjaldeyrissamvinna. Þetta eru allt spurningar sem eftir á að svara.”

 Geir segir það þó vera forgangsverkefni núna að tryggja stöðugleika krónunnar. „Við erum að ganga í gegn um viðkvæmt tímabil og það væri mjög hættuleg að missa gengið niður í eitthvað  hyldýpi. Það er það sem við erum að reyna að komast hjá núna í þeirri vissu að núverandi gengi sé of lágt."
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka