Ekki lengur „skattaparadís"

Hvalfjörður.
Hvalfjörður. www.mats.is

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að hækka útsvar úr 11,6% í lögbundið hámark, 13,03%. Vegna tekna frá stóriðjunni á Grundartanga hefur Skilmannahreppur og síðan sameinuð Hvalfjarðarsveit verið í hópi þeirra sveitarfélaga sem lægst útsvar leggja á íbúana. Frá áramótum verður þar ekki lengur „skattaparadís".

Útsvarið var hækkað til að mæta lækkandi tekjum sveitarfélagsins, að því er fram kom á fundi sveitarstjórnar, en ekki síður til að geta haldið fast í áform um byggingu nýs húsnæðis fyrir Heiðarskóla, grunnskóla sveitarfélagsins. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert