Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að hækka útsvar úr 11,6% í lögbundið hámark, 13,03%. Vegna tekna frá stóriðjunni á Grundartanga hefur Skilmannahreppur og síðan sameinuð Hvalfjarðarsveit verið í hópi þeirra sveitarfélaga sem lægst útsvar leggja á íbúana. Frá áramótum verður þar ekki lengur „skattaparadís".