Gatnamót opnuð

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Kristján L. Möller samgönguráðherra vígðu nýju …
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Kristján L. Möller samgönguráðherra vígðu nýju gatnamótin. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gatnamót Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar voru opnuð í morgun af samgönguráðherra og vegamálastjóra.

Verkið fólst í gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar með gerð hringtorgs yfir Reykjanesbraut. Hluti hringtorgsins er gerð tveggja brúa yfir Reykjanesbraut. Einnig eru gerð undirgöng fyrir gangandi umferð undir Arnarnesveg vestan gatnamóta ásamt tilheyrandi vegagerð, stígagerð og landmótun.

Tilboð í verkið voru opnuð 18. desember 2007, verksamningur var undirritaður 25. janúar 2008 og verk hófst 6. febrúar 2008. Uppsteypa brúarmannvirkis hófst 4. apríl 2008. Verklok samkvæmt samningi eru 10. Júlí 2009, en gert var samkomulag við Vegagerðina um að skila verkinu tilbúnu til umferðar mun fyrr og er opnun brúar og annarra umferðarmannvirkja laugardaginn 29. nóvember 2008.

Aðalverktaka í verkinu eru Suðurverk hf. sem sér um jarðvinnu og Skrauta ehf. sem sér um brúarsmíð. Helstu undirverktakar eru Steypustöðin Mest ehf. með steinsteypu í verkið, Teknís ehf. með stálvirki,  Höfði ehf og Loftorka Reykjavík með malbik, Rafsetning ehf. með rafmagn og Véltækin ehf. með steypu kantsteins. Verkefnisstjóri verktaka er Guðmundur Ólafsson, verkstjóri jarðvinnu er Erlingur Jónsson og yfirbrúarsmiður Björn Sigurðsson.
 
Að framkvæmdinni stendur Vegagerðin í samvinnu við Kópavogsbæ og Garðabæ og var hönnun verksins unnin undir verkefnastjórn Vegagerðarinnar.

Hluti hringtorgsins við Reykjanesbraut og Arnarnesveg fólst í gerð tveggja …
Hluti hringtorgsins við Reykjanesbraut og Arnarnesveg fólst í gerð tveggja brúa yfir Reykjanesbraut. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert