Geir: Tel mig ekki ábyrgan

Geir H. Haarde, forsætisráðherra á Alþingi
Geir H. Haarde, forsætisráðherra á Alþingi mbl.is/Ómar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra Íslands, vís­ar á bug kröf­um um að hann segi af sér í viðtali við AP- frétta­stof­una í dag en þar er greint frá því að mót­mæla­sam­koma fari nú fram í Reykja­vík átt­undu helg­ina í röð.

Í viðtal­inu vís­ar Geir því á bug að kenna megi yf­ir­völd­um um hrun bank­anna og það ástand sem af því hafi leitt. “Ég tel mig ekki per­sónu­lega ábyrg­an,” seg­ir hann. “’Ég get ekki tekið ábyrgð á fram­ferði banka­manna." 

Í viðtal­inu boðar hann mikla erfiðleika í ís­lensku efna­hags­lífi á næsta ári. „Ég held það sé óumflýj­an­legt að þjóðarfram­leiðsla muni drag­ast mikið sam­an, að það mun verða sam­drátt­ur í orku­öfl­un og at­vinnu­leysi aukast," seg­ir hann. „Ég get skilið að fólk sé reitt og ótta­slegið vegna þess ástands sem hér hef­ur skap­ast en út frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð þá er aðalviðfangs­efni mitt og það mest krefj­andi að leiða þjóðina í gegn um þessa erfiðleika.”

„Við erum orðin vön mjög mikl­um þæg­ind­um en verðum nú að laða okk­ur að minnk­andi lífs­gæðum sem munu færa okk­ur u.þ.m. fimm ár aft­ur í tím­ann. Ég held við höf­um hins veg­ar all­ar for­send­ur til að vinna okk­ur út úr þess­um erfiðleik­um og auka þjóðarfram­leiðslu á ný. Ég held að þegar við verðum kom­in í gegn um næsta ár og ínn í árið 2010 muni út­litið verða mun bjart­ara, með auk­in­um hag­vexti og minna at­vinnu­leysi. Það mun hins veg­ar taka tíma"

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert