Vilja einhliða upptöku annars gjaldmiðils

Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund
Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund Árni Sæberg

Stjórn Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna (LÍÚ) skor­ar á stjórn­völd að kanna nú þegar kosti þess að taka ein­hliða upp ann­an gjald­miðil. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem stjórn­in sendi frá sér fyrr í dag. 

Í grein­ar­gerð með áskor­un­inni seg­ir:  „Frá því að horfið var frá fast­geng­is­stefnu árið 2001 hef­ur gengi krón­unn­ar í raun verið stýrt með háum vöxt­um. Þetta varð til þess að gengi krón­unn­ar var allt of sterkt um margra ára skeið og leiddi að end­ingu til skip­brots pen­inga­mála­stefn­unn­ar. Nauðsyn­legt er að grípa hratt til aðgerða til þess til að koma á stöðug­leika í efna­hags­líf­inu, lækka vexti og af­nema gjald­eyr­is­höft. Koma þarf í veg fyr­ir að fyr­ir­tæki og heim­ili kom­ist í þrot vegna hárra vaxta og verðbólgu og af­stýra stór­felldu at­vinnu­leysi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert