Opna í miðri kreppunni

ZO-ON er íslenskt vörumerki og íslensk hönnun.
ZO-ON er íslenskt vörumerki og íslensk hönnun.

Eig­end­ur ZO-ON Ice­land láta ekki krepp­una aftra frek­ari vexti fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir opnuðu sér­versl­un í Kringl­unni í morg­un, auk þess að hafa í hyggju að opna fleiri versl­an­ir í Nor­egi á næst­unni.

Ný­lega opnaði „búð-í-búð“ á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins í stór­versl­un í Grimstad í Suður-Nor­egi, en líkt og þar hafa menn fundið fyr­ir niður­sveifl­unni.

ZO-ON Ice­land er ís­lenskt vörumerki og ís­lensk hönn­un.

„Lífið verður að halda áfram. Þetta eru hlut­ir sem voru ákveðnir fyr­ir löngu síðan. Niðurstaðan var sú að halda okk­ar striki, það væri ekki ástæða til að breyta neinu,“ seg­ir Jón Er­lends­son, fram­kvæmda­stjóri ZO-ON, um opn­un­ina.

„Við erum búin að vera með umboðsmann í Nor­egi sem hef­ur verið að selja fyr­ir okk­ur í á þriðja ár. Ætl­un­in er að opna þrjár sams­kon­ar versl­an­ir, búð-í-búð, í Nor­egi á næt­unni. Mér sýn­ist sem að tvær verði í Ber­gen og sú þriðja í Ósló.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert