Samið um 20 þúsund króna launahækkun

Launa­nefnd sveit­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg und­ir­rituðu kjara­samn­inga við viðsemj­end­ur sína í húsi rík­is­sátta­semj­ara fyrr í dag. Um er að ræða fram­leng­ingu fyrri samn­inga.  

Á vef Starfs­greina­sam­bands Íslands kem­ur fram að gild­is­tími samn­ings­ins er 1. des­em­ber 2008 til 31. ág­úst 2009 með fyr­ir­vara, sbr. yf­ir­lýs­ingu sem fylg­ir samn­ingn­um.  Ný launatafla tek­ur gildi frá.1. des­em­ber 2008 og sam­kvæmt henni hækka launataxt­ar um 20.300 krón­ur. Starfs­menn í tíma­mældri ákvæðis­vinnu og ræst­ing sam­kvæmt fer­metra­gjaldi fá 16% hækk­un.  

Meðal annarra helstu atriða samn­ings­ins má nefna að or­lof­s­upp­bót árið 2009 verður 25.200 krón­ur. Per­sónu­upp­bót í des­em­ber 2008 verður 72.399 krón­ur. Rétt­ur for­eldra til fjar­veru á laun­um vegna veik­inda barna er auk­inn úr 10 í 12 daga. Nýtt fram­lag til end­ur­hæf­ing­ar á að verða öfl­ug stoð til að tak­ast á við vax­andi ör­orku og styðja þá sem lenda í skertri vinnu­getu til áfram­hald­andi starfa á vinnu­markaði. Á ssamn­ings­tím­an­um skal end­ur­skoða inn­leiðingu og fram­kvæmd starfs­mat­s­kerf­is­ins SAM­STARF og áfram­hald­andi þróun þess.

Fé­lags­mönn­um aðild­ar­fé­laga SGS verður kynnt­ur samn­ing­ur­inn á næstu dög­um og stefnt er að því að at­kvæðagreiðslu um samn­ing­inn verði lokið 17. des­em­ber nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert