SÍS vill rannsókn á Gift

Aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem fram fór á Hótel Loftleiðum á föstudag, samþykkti að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málefni Giftar fjárfestingarfélags, sem stofnað var um skuldbindingar Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga í júní í fyrra.

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu eru skuldir félagsins nú á þriðja tug milljarða umfram eignir. Ekkert bendir til þess að hægt verði að slíta félaginu og skipta á milli rúmlega 50 þúsund aðila sem rétt áttu á hlutafé félagsins þar sem ekkert er eftir til skiptanna í félaginu.

Óháð rannsóknarnefnd verður fengin til verksins. Samvinnusjóðurinn s.e.s. hefði orðið stærsti hluthafinn í Gift með um 30 til 40 prósenta hlut ef til slita hefði komið. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert