SÍS vill rannsókn á Gift

Aðal­fundi Sam­bands ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga, sem fram fór á Hót­el Loft­leiðum á föstu­dag, samþykkti að skipa sér­staka rann­sókn­ar­nefnd til þess að fara yfir mál­efni Gift­ar fjár­fest­ing­ar­fé­lags, sem stofnað var um skuld­bind­ing­ar Eign­ar­halds­fé­lags Sam­vinnu­trygg­inga í júní í fyrra.

Eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu eru skuld­ir fé­lags­ins nú á þriðja tug millj­arða um­fram eign­ir. Ekk­ert bend­ir til þess að hægt verði að slíta fé­lag­inu og skipta á milli rúm­lega 50 þúsund aðila sem rétt áttu á hluta­fé fé­lags­ins þar sem ekk­ert er eft­ir til skipt­anna í fé­lag­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert