Smíða þjóðarskútu

Starfsmenn Víkurvagna við þjóðarskútuna góðu.
Starfsmenn Víkurvagna við þjóðarskútuna góðu.

Starfsmenn Víkurvagna hafa tekið sig til og hafið smíði þjóðarskútu. Þegar skútan er tilbúin fer hún í sandblástur og málmhúðun. Að því loknu verður dekkið klætt gleri frá Íspan.

Áhugasömum er boðið að fylgjast með framvindu verksins í höfuðstöðvum Víkurvagna að Dvergshöfða 27 í Reykjavík.

Gestum og gangandi er boðið að sjóða í skútuna og gæða sér að því loknu á veitingum.

Heill lambaskrokkur hefur verið settur á grillið, en Seglagerðin Ægir lánaði tjald til veitingahaldsins.

Markmiðið með uppátækinu er að slá á létta strengi í erfiðu árferði.

Tekið er á móti gestum til klukkan 16.00 í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert