Stórviðskipti borin undir bankaráð Landsbankans

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/hag

Ýmis viðskipti bíða þess að bankaráð Lands­bank­ans taki af­stöðu til þeirra. Bankaráðið fjallaði um fyr­ir­ætlaða sölu Stoða á TM til Kald­baks vegna þess hve stórt málið var. Banka­stjórn­in bar málið und­ir ráðið.

„Við mát­um það svo að ekki væri hægt að taka til­boðinu,“ seg­ir Ásmund­ur Stef­áns­son, formaður ráðsins, og staðfest­ir að bankaráð fjalli al­mennt ekki um sams­kon­ar mál af minni stærðargráðu.

Ásmund­ur seg­ir að þar sem nýja bankaráðið hafi ekki setið lengi séu eng­ar fast­mótaðar starfs­regl­ur til um svona mál. „En all­ar regl­ur tækju til þess að bankaráð skoðuðu slíka samn­inga, því ekki má gleyma því að þarna var um að ræða 42 millj­arða. Slík­ar regl­ur gætu þó ekki ein­vörðungu verið miðaðar við fjár­hæðarmörk, þær hlytu að taka til ým­issa annarra þátta. Það eru regl­ur sem bankaráðið mun setja sér.“

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra seg­ir að hann hafi ekki tekið af­stöðu til ákvörðunar bankaráðs að hafna eigna­færslu TM frá Stoðum til Kald­baks. „Bank­arn­ir eru rekn­ir á viðskipta­leg­um for­send­um af banka­stjórn­um og þær verða að geta tekið sín­ar viðskipta­legu ákv­arðanir án póli­tískra íhlut­ana.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert