Þjóðin fái að kjósa um ESB

Friðrik Sophusson.
Friðrik Sophusson. mbl.is/Brynjar Gauti

Það er skylda Sjálf­stæðis­flokks­ins að greiða fyr­ir því að fólki geti kosið á milli tveggja kosta í Evr­ópu­mál­um, þ.e. hvort Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­bandið eða standa fyr­ir utan. Flokk­ur­inn verður að fall­ast á að aðild­ar­viðræður fari fram. Þetta seg­ir Friðrik Soph­us­son, fyrr­ver­andi vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ráðherra til margra ára.

„Það er ekki hægt að sjá hvaða kost­ur það er að fara inn fyrr en búið er að ræða við banda­lagið og fá niður­stöðu í ein­hvers kon­ar samn­ing­um um hvað sá kost­ur snýst," seg­ir hann í viðtali við sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins.

Friðrik tek­ur fram að hann taki ekki af­stöðu til þess per­sónu­lega hvort Ísland eigi að vera í ESB fyrr en niður­stöður viðræðna liggja fyr­ir. „Ég held að það geti varla komið til greina að flokk­ur­inn neiti að ræða við Evr­ópu­sam­bandið um hvaða kost­ir standa til boða. Mín afstaða er af­skap­lega skýr. Ég tel að við eig­um að láta á þetta reyna."

Umræður fyr­ir lands­fund Sjálf­stæðis­flokks­ins um kosti og galla ESB-aðild­ar eru að kom­ast á fulla ferð. Fund­ar­her­ferð hefst 12. des.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert