Boða þjóðfund á Arnarhóli

Borg­ara­hreyf­ing um Þjóðfund 1. des. hvet­ur alla lands­menn til að sýna sam­stöðu og krefjast breyt­inga á stjórn lands­mála og breyt­inga á stjórn­sýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á Þjóðfund á Arn­ar­hóli kl. 15 mánu­dag­inn 1. des­em­ber. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem hreyf­ing­in hef­ur sent frá sér. 

Þar kem­ur einnig fram að Borg­ara­hreyf­ing­in er regn­hlíf­ar­sam­tök þeirra hópa og ein­stak­linga sem hafa haft sig í frammi op­in­ber­lega und­an­farn­ar vik­ur vegna þess gjörn­inga­veðurs sem fjár­mála­menn, stjórn­völd og emb­ætt­is­menn hafa kallað yfir þjóðina.

Borg­ara­hreyf­ing­in stend­ur al­ger­lega utan við alla stjórn­mála­flokka og tel­ur að nú­ver­andi stjórn­völd sem og stjórn­ar­andstaða hafi glatað trausti lands­manna.


Frum­mæl­end­ur á fund­in­um á morg­un eru í staf­rófs­röð:
       
Ein­ar Már Guðmunds­son rit­höf­und­ur
Lár­us Páll Birg­is­son sjúkra­liði
Mar­grét Pét­urs­dótt­ir verka­kona
Snærós Sindra­dótt­ir nemi
Þor­vald­ur Gylfa­son hag­fræðing­ur

Blaz Roca (Erp­ur) rapp­ar um þjóðmál


Fund­ar­stjóri verður Edw­ard Huij­bens land­fræðing­ur



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert