FME tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stími

Friðrik Tryggvason

Skilanefnd Gamla Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún bendir á að samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér var Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím ehf. í nóvember 20 og eftirlitið ekki gert athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallar.

Yfirlýsingin hljóðar svo í heild sinni:

„Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Stíms ehf. vill Skilanefnd gamla Glitnis taka fram að samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér var Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím ehf. í nóvember 2007 og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallar. Í fjölmiðlum í síðustu viku kom fram að athugun FME á þeim þáttum er varða tilkynningarskyldu vegna viðskipta Stíms ehf. væri lokið og að FME telji að ekki hafi verið brotið gegn þeim reglum. Skilanefnd Gamla Glitnis.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert