Hætta á klofningi innan SA

Evr­ópu­um­ræðan sem er að koma upp hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins er mjög at­hygl­is­verð, að mati Gunn­ars Helga Krist­ins­son­ar, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við HÍ. ,,Það hef­ur verið litið svo á að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi neit­un­ar­vald um þetta mál og sam­tök­in hafa ekki mátt hreyfa sig. Nú virðist því vera lokið,“ seg­ir hann.

,,Ég met það svo að nú ætli Sam­tök at­vinnu­lífs­ins ekki að láta sjáv­ar­út­veg­inn stöðva sig leng­ur og fara áfram með þetta mál,“ seg­ir hann. Þess­ar hrær­ing­ar á vett­vangi SA skipta einnig máli fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn „sem er auðvitað tengd­ur sam­tök­um at­vinnu­rek­enda marg­vís­leg­um bönd­um og þessi klofn­ing­ur í röðum at­vinnu­rek­enda er ör­ugg­lega líka til staðar í Sjálf­stæðis­flokkn­um.“

Að mati hans hef­ur verið sett af stað at­b­urðarás í Sjálf­stæðis­flokkn­um sem erfitt er að ætla að geti endað á ann­an hátt en með ein­hvers­kon­ar hug­mynd um aðild að ESB. Ólík­legt sé að flokk­ur­inn haldi lands­fund til þess eins að árétta fyrri stefnu. Gunn­ar Helgi bend­ir á að skv. fylg­is­könn­un­um að und­an­förnu virðist marg­ir Evr­óp­us­inn­ar sem fylgt hafa Sjálf­stæðis­flokkn­um að mál­um hafa snúið sér annað, senni­lega mest yfir til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ef niðurstaða lands­fund­ar­ins um aðild­ar­um­sókn að ESB verður klárt nei gæti flokk­ur­inn klofnað, telji Evr­óp­us­inn­arn­ir í flokkn­um sig ekki eiga framtíð inn­an hans. Sú hætta er líka til staðar ef niðurstaðan verður já en það er þó ekki eins lík­legt að mati Gunn­ars Helga. Nei­kvæð niðurstaða gæti líka haft áhrif á fram­hald stjórn­ar­sam­starfs­ins. Hún yrði eins og köld vatns­gusa fyr­ir Sam­fylk­ing­una.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert