Hlé gert á leit í nótt

Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi sem leitað hafa að rjúpnaskyttu við Skáldabúðir í Laxárdal gerðu hlé á leitinni um fimmleytið í nótt. Byrjað verður aftur í birtingu. RÚV greindi frá þessu. 

Um 150 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni. Mannsins hefur verið saknað síðan í hádeginu í gær. Hann er um sjötugt og reynd skytta. Gert er ráð fyrir að hann hafi villst af leið.

Allar björgunarsveitir Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út síðdegis í gær og liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Vík í Mýrdal, Hellu og Hvolsvelli bættist svo í hópinn undir kvöld. Spor- og leitarhunda aðstoða við leitina en svæðið er afar erfitt yfirferðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert