Höft eða Evrópusambandið

Gylfi Zoëga.
Gylfi Zoëga.

Gylfi Zoëga, pró­fess­or, seg­ir í grein sem birt er á vefn­um voxeu.org, að Íslend­ing­ar eigi um tvo kosti að velja: aft­ur­hvarf til tíma hafta­kerf­is eða áfram inn í Evr­ópu­sam­bandið. Landið verði að velja síðar­nefnda kost­inn vilji það koma í veg fyr­ir að vel menntað ungt fólk flytji frá land­inu.

Seðlabank­inn hafi brugðist við með því að hækka stýri­vexti jafnt og þétt úr 5,3% árið 2003 í 15,25% árið 2007. Þetta hafi hins veg­ar ekki komið í veg fyr­ir þenslu og ból­una sem myndaðist á und­an fall­inu. Þvert á móti virðist aðgerðirn­ar hafa nært bólu­hag­kerfið.

„En það hlýt­ur að hafa verið öll­um ljóst und­ir lok­in að það (hag­kerfið) var knúið áfram af skulda­söfn­un sem ekki var hægt að viðhalda til lengd­ar og að fjár­málakreppa var að verða óhjá­kvæmi­leg. Ísland hefði fengið á bauk­inn þótt um­rótið á alþjóðamarkaði hefði ekki verið til staðar. En þótt marg­ir bentu á þetta (þar á meðal Seðlabank­inn sjálf­ur) var efna­hags­stefn­unni ekki breytt. Það voru greini­lega djúp­stæðar ástæður fyr­ir þessu aðgerðal­eysi þótt hætt­an væri greini­leg," seg­ir Gylfi.

Hann bend­ir einnig á, að þegar ekki sé úr mjög mörg­um að velja verði enn mik­il­væg­ara en ella, að velja þann hæf­asta í hvert starf. Þessi hvati sé fyr­ir hendi í einka­fyr­ir­tækj­um en það sama sé ekki hægt að segja um op­in­bera kerfið. Svo eitt dæmi sé tekið þá dragi það úr virkni og trú­verðug­leika Seðlabank­ans að skipa fyrr­ver­andi stjórn­mála­mann í embætti formann banka­stjórna.

„Aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu, sem hafði í för með sér aðgang að innri markaði og frjálsu flæði fjár­magns, án aðild­ar að sam­eig­in­leg­um gjald­miðli og ákv­arðana­töku, gerði hag­stjórn á Íslandi erfiða, jafn­vel ómögu­lega. Seðlabank­inn réði ekki við það gíf­ur­lega fjár­magn, sem kom inn í landið," seg­ir Gylfi.

„Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu gæti leyst mörg þeirra vanda­mála, sem hér hef­ur verið lýst. Það gæti bætt ákv­arðana­töku með því að fleiri kæmu að til­tekn­um ákvörðunum stjórn­valda. Aukið sam­band við þá, sem taka ákv­arðanir í Evr­ópu, gæti haft í för með sér örvun, gagn­rýni og sam­an­b­urð sem bæti ákv­arðanir. Fram­kvæmd laga kynni að batna. Upp­taka evru myndi koma á stöðug­leika í pen­inga­mál­um og hafa í för með sér lægri vexti."

Grein Gylfa Zoëga

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert