Katrín Oddsdóttir, laganemi sem flutti umtalaða ræðu á Austurvelli um síðustu helgi, segist ekki hafa verið að að hvetja til byltingar á götum úti í ræðu sinni heldur miklu fremur hugarfarsbyltingu þar sem fólk geri sér grein fyrir því að valdið liggi hjá þeim en ekki þeim yfirvöldum sem ekki vöruðu við þeirri hættu sem steðjaði að, veitti engar upplýsingar, sýni enga iðrun og segist nú ekki bera neina ábyrgð.
Katrín sagði í ræðu sinni að það mætti hreinlega bera stjórnvöld út og sagði í þættinum að oft þurfi að segja hlutina fram í sinni ýktustu mynd til að sýna fólki hvar valdið eigi að liggja. „Það þarf að minna stjórnmálamennina, sem segja að það sé útilokað að hér verði kosið, að það eru í raun þeir sem eru í vinnu hjá okkur," sagði hún.
Þá sagðist hún telja forsætisráðherra og hálfa þjóðina vera í afneitun og að því verði að breyta.