Kaup einkahlutafélagsins Stíms í Glitni verða skoðuð hjá Kauphöll Íslands eftir helgi. Þetta er haft eftir Þorði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, í Fréttablaðinu í dag.
Að sögn Vilhjálms Bjarnasonar, formanns Samtaka fjárfesta, er augljóst að reglur Kauphallarinnar hafi verið þverbrotnar þegar ekki var tilkynnt um 16,4 milljarðar króna kaup Stíms á hlutabréfum í Glitni. Segir hann tilganginn hafi verið að hafa áhrif á markaðinn og fegra stöðu Glitnis.
Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður og eini stjórnarmaður Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna umfjöllunar fjölmiðla um félagið að undanförnu.