Ljósin kveikt á Óslóartrénu

Ljósin á Óslóartrénu voru kveikt kl. 16 í dag. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð var höggvið Maridalen sem er eitt af vinsælli útivistarsvæðum Óslóarbúa og er rúmlega 12 metra hátt.

Í mörg ár hefur verið til siðs að halda upp á þessa vinargjöf með bæði hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum og í ár er engin undantekning  gerð þar á.

Lúðrasveit Reykjavíkur hóf dagskrána kl. 15.30 með því að leika jólalög.

Kl. 16 tók Dómkórinn við og flutti nokkur lög.  Því næst flutti Margit Tveiten, sendiherra Noregs flytja nokkur orð og Knut Even Lindsjörn, formaður menningar- og menntamálanefndar Óslóarborgar afhendir Reykvíkingum tréð að gjöf.

Borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við trénu og hinn fimm ára gamli norsk-íslenski Matthías Schou Matthíasson fékk þann heiður að tendra ljósin á trénu góða.

Athygli skal vakin á því að dagskráin verður túlkuð á táknmáli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert