Menntavitinn afhjúpaður

Menntavitinn verður afhjúpaður klukkan 11.00 fyrir hádegi á morgun, mánudag.
Menntavitinn verður afhjúpaður klukkan 11.00 fyrir hádegi á morgun, mánudag. mbl.is/Kristinn

Stúdentar við Háskóla Íslands sameinast öðrum stúdentum og námsmönnum landsins á Austurvelli fyrir hádegi á morgun til að afhjúpa Menntavitann, vita sem ætlað er að lýsa þjóðinni leið út úr kröggunum og minna ríkjandi stjórnvöld á gildi menntunar.

Hefst athöfnin klukkan 11.00.

Klukkan 12.00 verður svo efnt til hátíðahalda á Háskólatorgi þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður í hópi gesta.

Boðið verður upp á ljúffengar veitingar og mun stórsveitin FM Belfast „leika fyrir dansi og stuði“ eins og það er orðað í tilkynningu frá stúdentum.

Lesa má nánar um dagskrána hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert