Ríkharður gerður að heiðursborgara

Ríkharður Jónsson í fararbroddi þegar hátt í 200 núverandi og …
Ríkharður Jónsson í fararbroddi þegar hátt í 200 núverandi og fyrrverandi leikmenn ÍA í knattspyrnu, bæði konur og karlar, tóku þátt í svonefndum kynslóðaleik í Akraneshöllinni í maí.

Rík­h­arður Jóns­son knatt­spyrnukappi var gerður að heiðurs­borg­ara Akra­nes­bæj­ar við hátíðlega at­höfn í Akra­nes­kirkju í dag, að viðstaddri bæj­ar­stjórn og for­seta­hjón­un­um Ólafi Ragn­ari Gríms­syni og Dor­rit Moussai­eff.

Að sögn Tóm­as­ar Guðmunds­son­ar, verk­efna­stjóra Akra­nes­stofu, var fjöl­skylda Rík­h­arðs og vel flest­ir þing­menn kjör­dæm­is­ins viðstadd­ir.

Tóm­as, sem skipu­lagði at­höfn­ina, seg­ir að bæj­ar­stjórn Akra­nes­bæj­ar hafi ákveðið á fundi sín­um 9. nóv­em­ber sl. að Rík­h­arður Jóns­son skyldi gerður heiðurs­borg­ari fyr­ir fram­lag sitt til íþrótta og menn­ing­ar­mála í bæn­um.

„Eins og fram kom í ræðu Gunn­ars Sig­urðsson­ar, for­seta bæj­ar­stjórn­ar, teng­ir fólk Rík­h­arð við fót­bolta og svo fót­bolta við Akra­nes. Rík­h­arður hef­ur haldið á lofti nafni Akra­nes­bæj­ar sem fót­bolta­bæj­ar og það hef­ur hefð skap­ast í kring­um hann,“ seg­ir Tóm­as.

Rík­h­arður fékk viður­kenn­ing­ar­skjal og tákn­ræn­an verðlauna­grip fyr­ir fram­lag sitt í þágur Akra­nes­bæj­ar, utan hans og inn­an, að sögn Tóm­as­ar.

„Þeir eru býsna marg­ir sem hafa fetað í fót­spor hans. Hann er frá­bær fyr­ir­mynd fyr­ir íþrótta­menn og er vel að þess­um titli kom­inn. Það kom skýrt fram í dag að fólk fagnaði þess­um viðburði og þeim hjón­um. Rík­h­arður talaði um konu sína Hall­beru Leós­dótt­ur og kvaðst ekki síst eiga það henni að þakka hvað hann hefði náð mikl­um ár­angri, bæði sem þjálf­ari og sem leikmaður,“ sagði Tóm­as.

Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness (frá vinstri), forsetahjónin og Ríkharður …
Gunn­ar Sig­urðsson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Akra­ness (frá vinstri), for­seta­hjón­in og Rík­h­arður Jóns­son ásamt konu sinni Hall­beru Leós­dótt­ur, auk annarra gesta. Jón Gunn­laugs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert