Sjávarútvegurinn í raun gjaldþrota

mbl.is/Helgi

Sig­urður Ingi Jóns­son sagði í Silfri Eg­ils í dag að margt bendi til þess veðsetn­ing­ar á afla­heim­ild­um að und­an­förnu hafi leitt til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé nú í raun gjaldþrota. Sagði hann erfitt að meta raun­veru­leg­ar skuld­ir sjáv­ar­út­vegs­ins en að þær séu a.m.k. 700 til 800 millj­arðar. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi á und­an­förn­um árum lifað og hrær­ast í um­hverfi þar sem fjár­magn hef­ur verið mjög ódýrt og því hafi verið mjög auðvelt að safna skuld­um. Á und­an­förn­um árum hafi skuld­ir auk­ist mjög um­fram eign­ir. Erfitt sé að fá greini­leg svör um það hver staðan sé en  út­lit sé fyr­ir að hún sé mjög skugga­legt. 

Sig­urður sagði einnig að Ísland væri drauma­land fyr­ir kerf­is­læga spill­ingu þar sem ómögu­legt sé að fylgj­ast með hags­muna­tengsl­um stjórn­mála­manna og manna í viðskipta­líf­inu.

Krist­inn Pét­urs­son sagði mikla spill­ingu hafa mynd­ast við verðsetn­ingu kvóta á fölsk­um for­send­um. Þetta sé í raun þátt­ur af þeirri verðmynd­un­ar­bólu sem leitt hafi til hruns krón­unn­ar. Afla­heim­ild­ir hafi verið seld­ar fram­hjá Kaup­höll á því sem hann kalli lög­lega sam­ráðsfundi í reyk­fyllt­um bak­her­bergj­um. Verð þeirra og veðsetn­ing hafi rokið upp úr öllu valdi 

Sagði hann nauðsyn­legt að opna og greina þetta mál, senni­lega með stofn­un sann­leiks og sátta­nefnd­ar. Greini­legt sé a.m.k. að laga verði leik­regl­urn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert