Sjávarútvegurinn í raun gjaldþrota

mbl.is/Helgi

Sigurður Ingi Jónsson sagði í Silfri Egils í dag að margt bendi til þess veðsetningar á aflaheimildum að undanförnu hafi leitt til þess að sjávarútvegurinn sé nú í raun gjaldþrota. Sagði hann erfitt að meta raunverulegar skuldir sjávarútvegsins en að þær séu a.m.k. 700 til 800 milljarðar. Sjávarútvegurinn hafi á undanförnum árum lifað og hrærast í umhverfi þar sem fjármagn hefur verið mjög ódýrt og því hafi verið mjög auðvelt að safna skuldum. Á undanförnum árum hafi skuldir aukist mjög umfram eignir. Erfitt sé að fá greinileg svör um það hver staðan sé en  útlit sé fyrir að hún sé mjög skuggalegt. 

Sigurður sagði einnig að Ísland væri draumaland fyrir kerfislæga spillingu þar sem ómögulegt sé að fylgjast með hagsmunatengslum stjórnmálamanna og manna í viðskiptalífinu.

Kristinn Pétursson sagði mikla spillingu hafa myndast við verðsetningu kvóta á fölskum forsendum. Þetta sé í raun þáttur af þeirri verðmyndunarbólu sem leitt hafi til hruns krónunnar. Aflaheimildir hafi verið seldar framhjá Kauphöll á því sem hann kalli löglega samráðsfundi í reykfylltum bakherbergjum. Verð þeirra og veðsetning hafi rokið upp úr öllu valdi 

Sagði hann nauðsynlegt að opna og greina þetta mál, sennilega með stofnun sannleiks og sáttanefndar. Greinilegt sé a.m.k. að laga verði leikreglurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert