Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur sagði í Silfri Egils í dag að upplýsingar í stefnumótunarferli lýðræðis væru það sem peningar væru í viðskiptum. Upplýsingum fylgi því mikil völd þegar ákvarðanir eru teknar. Þegar litið sé yfir farinn veg undanfarinna ára sjáum við þróun aukins afskiptaleysis yfirvalda við stefnumótun.
Sigurbjörg segir að þetta megi m.a. rekja til þess að Þjóðhagsstofnun, með alla þá þekkingu sem þar hafi verið til staðar, hafi verið lögð niður. Í kjölfarið hafi það upplýsingaflæði sem stefnumótunarferlin byggðust á flust yfir í greiningadeildir bankanna.
Hafi óháðir sérfræðingar reynt að taka þátt í þeirri umræðu hafi verið talað niður til þeirra og þeir jafnvel verið lagðir í einelti hér á landi.