Sveitarfélagið Árborg og Beluga hætt samstarfi

Sveitarfélagið Árborg hefur hætt samstarfi við umhverfisverndar- og vottunarfyrirtækið Beluga. Fram kemur í tilkynningu frá Beluga að Árborg hafi verið með umhverfisvottun Beluga í nokkur ár, en að örðugleikar hafi komið upp í ár þegar Beluga var að framkvæma úttektina.

Síðasti fundurinn milli aðilanna leiddi ekki til neinnar ásættanlegrar niðurstöðu fyrir Beluga, segir í tilkynningunni.

Í úttektinni kom fram af hálfu Beluga, að ef sveitarfélagið vildi ná vottun þá yrði það að setja upp áætlun varðandi skolphreinsibúnað á Selfossi, Stokkseyri og Eyrabakka. Að sama skapi, að það yrðu hreinar línu með að bæjarstjórnin sjálf yrðu að sýna fram á þeir fylgdu umhverfisstefnunni eftir einnig, en ekki bara undirstofnanir. Var þar sérstaklega átt við markmið sem sveitarfélagið sjálft setti um að leitast við að kaupa þjónustu og vörur af aðilum sem hafa skýra og vottaða stefnu í þessum málaflokk, segir ennfremur í tilkynningunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert