Að sögn Vegagerðarinnar eru víða hálkublettir og éljagangur á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall er ófært.
Á Norðvesturlandi eru víða hálkublettir, en allar helstu leiðir eru opnar.
Á Norðausturlandi er víða hálka.
Á Austurlandi er víðast hvar snjóþekja. Öxi er ófær.
Vegir eru víðast auðir á Suðurlandi en þó eru sumstaðar hálkublettir í uppsveitum.
Svipað er að segja um Vesturland, þar er mjög víða autt þótt hálkublettir séu á nokkrum leiðum.