Von í viðjum skuldanna

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. mbl.is/Kristinn

„Látum aðventuljósin verða vonar ljós um betri framtíð á Íslandi,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í útvarpspredikun sem var flutt í Hallgrímskirkju í morgun, við upphaf aðventu og nýs kirkjuárs. Yfirskrift predikunar var „Von í viðjum skuldanna“.

„Betra samfélag, með styrkari stoðum undir efnahag og atvinnu, betra viðskiptasiðferði, og enn traustara öryggisnet velferðarinnar. Það munum við áorka með þeim mannkostum sem íslensk þjóð hefur jafnan metið mest: heiðarleika, iðjusemi, réttsýni og umhyggju um náungann,“ sagði biskup jafnframt.

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst formlega í dag og biskup minnist á það í predikun sinni og sagði meðal annars:

„Frá öndverðu hefur það verið órofa tengt jólahaldi kristinna manna að tjá þann þakkarhuga með því að auðsýna örlæti og umhyggju, góðvild og gjafmildi öðrum, og það ekki bara sínum nánustu. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem hefst í dag, gefur tækifæri til þess. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem leggja fram fjármuni og aðstoð með margvíslegu móti á þessari jólaföstu eins og þeim fyrri. [...] Þörf fyrir innanlandsaðstoð hefur nú þegar tvöfaldast frá því í fyrra, og mun aukast enn eftir því sem áhrif efnahagsþrenginganna koma fram. Jafnframt er Hjálparstarfinu í mun að standa við skuldbindingar gagnvart þeim þjáðu í fjarlægum álfum.“  

Hér má lesa predikun biskups í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert