Ásatrúarmenn blóta

Ásatrúarmenn blóta í Straumsvík í kvöld.
Ásatrúarmenn blóta í Straumsvík í kvöld. mbl.is/Kristinn

Ásatrúarmenn héldu landvættablót í öllum landsfjórðungum í dag. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, blótaði í Almannagjá á Þingvöllum á sama
stað og þingblót eru haldin en að auki var blótað við Straumsvík á Reykjanesi, í Vopnafirði, á Snæfellsnesi og  Akureyri.

Baldur Pálsson, Freysgoði, stóð fyrir blótinu á landnámsjörðinni Syðri-Vík í Vopnafirði. Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði og Haukur Halldórsson, Reyknesingagoði blótuðu að Straumi í Straumsvík. Jónína K. Berg, Þórsnessgoði, stóð fyrir blóti í Hofstaðaskógi á Snæfellsnesi og Árni Einarsson, hofgoði, hélt blót í
Kjarnaskógi við Akureyri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka