Skáldsagan Afleggjarinn, eftir Auði A. Ólafsdóttur, og ljóðabókin Blysfarir, eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, eru tilnefndar af Íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Sérstök dómnefnd mun ákveða á fundi í Kaupmannahöfn þann þann 3. apríl á næsta ári ákveða hver hlýtur bókmenntaverðlaunin. Þau nema 350.000 dönskum krónum og verða afhent á 61. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 26-28. október 2009.
Danska skáldkonan Naja Marie Aidt hlaut bókmenntaverðlaunin 2008 fyrir smásagnasafnið Bavían.