Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn verið handtekinn í tengslum við mótmælin fyrir framan Seðlabankann. Hluti fundarmanna, sem var viðstaddur þjóðfundinn á Arnarhóli, gekk að húsi Seðlabankans og krafðist þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri færi á brott.
Talið er að 50-100 manns hafi farið inn í anddyri bankans. Var rauðri málningu slett á veggi og eggjum kastað.
Fólkið hefur neitað að fara út úr byggingunni fyrr en Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fer út. Það syngur og hrópar en mótmælin eru friðsamleg.
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, segir að lögreglan hafi nógan tíma.
Á bilinu 800 til 1000 mann sóttu þjóðfundinn á Arnarhóli í dag að sögn lögreglu.