Landssamband íslenskra útvegsmanna mun í dag standa fyrir fundi um stöðu mála varðandi íslenska síldarstofninn og framhald síldveiðanna í ljósi sýkingar, sem orðið hefur vart í síld sem veiðst hefur á Breiðafirði síðustu daga.
Síld á Breiðafirði og víðar er sýkt af sníkjudýrinu íktíófónus og drepst nær allur fiskur sem sýkist drepst. Hafrannsóknarstofnun hefur óskað eftir sýnum úr hverju kasti allra síldveiðiskipa. Þetta sníkjudýr hefur ekki greinst áður í síld hér við land en hefur fundist í skarkola. Sýking af þessu tagi kom upp í síld í Noregi á árunum 1991-1993.
Á vef HB Granda segir, að ljóst sé að menn standi frammi fyrir töluverðum vanda varðandi framhald veiðanna. Ekki sé hægt að nýta sýkta síld til manneldis en hún nýtist hins vegar til bræðslu. HB Grandi eigi nú eftir um 11.000 tonna síldarkvóta en heildarkvóti félagsins á íslenskri sumargotssíld er um 17.500 tonn.