Halldóra Björnsdóttir umsjónarmaður morgunleikfiminnar í Ríkisútvarpinu, hefur góðfúslega heimilað stofnuninni að endurflytja eldri þætti. Ákveðið hafði verið í sparnaðarskyni, að leggja niður morgunleikfimina frá áramótum.
Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu, segir, margar ábendingar hafi borist frá fólki í heilbigðisgeiranum um gildi þess að stunda leikfimi en morgunleikfimi Útvarpsins hafi gefið almenningi kost á að njóta hreyfingar endurgjaldslaust. Margir sem eigi bágt með að fara í sjúkraþjálfun, líkamsrækt eða í íþróttahús hafi nýtt sér morgunleikfimina.
Morgunleikfimin er einn elsti þáttur Útvarpsins og hefur verið á dagskrá frá 1957.