Haldið upp á fullveldisdaginn

Fulltrúar stúdenta lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar
Fulltrúar stúdenta lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar mbl.is/Kristinn

Stúdentar í Háskóla Íslands hafa í morgun minnst 90 ára afmælis fullveldis Íslendinga með ýmsum hætti. Hafa þeir m.a. lagt blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og afhjúpað menntavita á Austurvelli ásamt fulltrúum annarra háskóla.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, kynnti í morgun herferð skólans í tengslum við 100 ára afmæli skólans árið 2011. Messa hófst í kapellu Aðalbyggingar Háskóla Íslands klukkan 11 þar sem  Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikar.

Í hádeginu mun Stúdentaráð standa fyrir dagskrá á Háskólatorgi þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er heiðursgestur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert