Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Styrmir Gunnarsson.
Styrmir Gunnarsson.

Það er þjóðin sjálf, sem mun taka hina end­an­legu ákvörðun um  hvort Ísland geng­ur í Evr­ópu­sam­bandið, sagði Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, á fundi Heims­sýn­ar í dag. Lyk­il­or­usta í þeirri bar­áttu verður háð á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í lok janú­ar.

„Þá kem­ur í ljós, hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur enn traust­um fót­um í þeim jarðvegi, sem hann er sprott­inn úr... eða hvort flokk­ur­inn hef­ur týnt sjálf­um sér. Mér dett­ur ekki í hug eitt and­ar­tak, að svo sé. Mér dett­ur ekki annað í hug en að á land­fund­in­um í lok janú­ar muni hinn þögli meiri­hluti sjálf­stæðismanna af land­inu öllu rísa upp og standa vörð um sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og full og óskoruð yf­ir­ráð yfir öll­um auðlind­um henn­ar," sagði Styrm­ir og bætti við að ekki væri hægt að berj­ast fyr­ir betri málstað: 

„Við skul­um taka hönd­um sam­an og hefja þá miklu sókn, sem trygg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn standi vörð um ræt­ur sín­ar og sögu, hefðir sín­ar og hug­sjón­ir og glæsi­lega arf­leið liðins tíma á lands­fund­in­um í janú­ar­lok." 

Styrm­ir sagði, að spurn­ing­in um Ísland og Evr­ópu­sam­bandið sé mjög ein­föld og snú­ist um það, hvort Íslend­ing­ar vilji af­henda Evr­ópu­sam­band­inu yf­ir­ráð yfir auðlind­um lands­ins.

„Hún snýst um  það hvort hinar form­legu og end­an­legu ákv­arðanir um nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar í haf­inu í kring­um Ísland verði tekn­ar á Íslandi eða í Brus­sel. Hún snýst um það, hvort óðals­bónd­inn í Brus­sel, svo vitnað sé óbeint til orða Bjarna Bene­dikts­son­ar, á að lok­um að taka ákv­arðanir fyr­ir okk­ur í veiga­mestu mál­um.

Þar er eng­in milli­leið til. Við heyr­um aft­ur og aft­ur að það sé hægt að semja við Evr­ópu­sam­bandið um þetta og hitt. Það má vel vera að það sé hægt að semja en þeir samn­ing­ar eru alltaf tíma­bundn­ir. Þess vegna sögðu Norðmenn nei í nóv­em­ber 1994. Und­anþágur eru aldrei var­an­leg­ar - alltaf tíma­bundn­ar," sagði Styrm­ir og spurði hvers vegna aðild­arsinn­ar horf­ist hvorki í augu við af­sal yf­ir­ráða yfir auðlind­um Íslands eða Ma­astricht­skil­yrðin fimm.

„For­senda þess, að þjóðin geti tekið sín­ar ákv­arðanir er að hún fái rétt­ar upp­lýs­ing­ar. Hvers vegna reyna tals­menn aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu að fela  staðreynd­ir fyr­ir fólki?"

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert