Lýsa stuðningi við Ingibjörgu og ríkisstjórnina

Samfylkingin í Þingeyjarsýslum hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.  og ráðherra Samfylkingarinnar í þeim erfiðu verkefnum sem þau vinni að. Jafnframt er lýst yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og þeirri skoðun lýst, að óráðlegt að efna til kosinga nú

„Samfylkingin í Þingeyjarsýslum leggur á það þunga áherslu að haldið verði áfram atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi og ekki kvikað frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið við uppbyggingu álvers við Bakka og nýtingu þeirrar orku sem er hér á svæðinu.  Með því móti verða til hundruð starfa sem nauðsynleg eru til að vega á móti því atvinnuleysi sem nú þegar er brostið á og mun aukast verulega á næstu mánuðum," segir einnig í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert